„Í Bologna vorum við allir pirraðir að vinna ekki og hann var enn pirraðri þar sem hann klikkaði á víti. Við hreinsuðum loftið og allt varð venjulegt aftur," sagði Rudi Garcia, stjóri Napoli, sem er fastur á því að Victor Osimhen sé áfram skuldbundinn félaginu þrátt fyrir umræðu síðustu daga. Osimhen var reiður þegar hann var tekinn af velli gegn Bologna en baðst í kjölfarið afsökunar.
Allt fór svo í háaloft út af TikTok myndböndum á reikningi Napoli. Þar var gert grín að Osimhen sem eyddi á Instagram kjölfarið út myndum af sér í Napoli treyjunni. Myndböndin má sjá neðst.
Allt fór svo í háaloft út af TikTok myndböndum á reikningi Napoli. Þar var gert grín að Osimhen sem eyddi á Instagram kjölfarið út myndum af sér í Napoli treyjunni. Myndböndin má sjá neðst.
Osimhen var í liðinu sem vann 4-1 gegn Udinese í gær og skoraði Osimhen í leiknum.
„Síðustu tvo daga þá voru smá vandræði út af klaufagangi. Enginn vildi særa, ekki fólkið á bak við TikTok reikninginn og ekki Victor með því að taka myndirnar út. Enginn vildi særa neinn, þetta eru eðlisleg viðbrögð (hjá honum) og skiljanleg."
„Þetta er hans samfélagsmiðlareikningu, hann getur gert það sem hann vill við hann. Allt sem ég get sagt er að hann elskar þessa treyju og mun gera allt sem hann getur fyrir Napoli á þessu tímabili," sagði Garcia.
Napoli’s admin on TikTok trolling Victor Osimhen? Or what's this nonsense for your own player?
— POOJA!!! (@PoojaMedia) September 26, 2023
This is INSANE pic.twitter.com/QvPluTDbep
If Napoli’s official TikTok account can do this to Victor Osimhen the Player that brought them Glory last Season by calling Him Coconut then they don’t Deserve Him, Victor Osimhen should ask to leave Napoli in January , Like or Repost if I spoke your Mind . pic.twitter.com/i0dKv011Bq
— SimCarD ‘ LieS TheY TolD US’ (Akpos) (@Therealsimcard) September 26, 2023
Athugasemdir