Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 28. október 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Malmö sænskur meistari eftir sigur á Kolbeini og félögum
Mynd: Guðmundur Svansson

Malmö varð sænskur meistari í kvöld þegar liðið lagði Gautaborg af velli.


Leiknum lauk með 2-1 sigri Malmö en Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar. Daniel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö en hann hefur ekkert komið við sögu á þessari leiktíð.

Malmö er með átta stiga forystu á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir. Gautaborg er í 12. sæti með 30 stig.

Guðmundur Þórarinsson var ekki með FC Noah þegar liðið vann 1-0 gegn Ararat-Armenia í armensku deieldinni í kvöld. Guðmundur fór meiddur af velli í 1-0 tapi liðsins gegn Rapid í Sambandsdeildinni á dögunum.

Noah er í 4. sæti með 19 stig, tíu stigum frá toppsætinu en liðið á þrjá leiki til góða.

Þá var Stefan Ljubicic ónotaður varamaður þegar Skovde gerði 2-2 jafntefli gegn Oddevold í næstefstu deild í Svíþjóð. Skovde er á botninum með 24 stig eftir 28 umferðir og getur í besta falli komist í umspiltil að halda sæti sínu í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner