David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mán 28. október 2024 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid lið ársins - Barcelona kvennalið ársins
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Karlalið Real Madrid var valið lið ársins á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í kvöld.

Real Madrid átti frábært tímabil en liðið vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitum. Dani Carvajal og Vinicius Junior skoruðu mörkin.

Enginn á vegum Real Madrid er á staðnum þar sem þeir ákváðu að mæta ekki eftir að það fór að spurjast út að Vinicius yrði ekki valinn leikmaður ársins á kostnað Rodri.

Erkifjendur Real Madrid í Barcelona var valið kvennalið ársins.

Liðið vann allt sem hægt var að vinna. Liðið varð spænskur meistari og bikarmeistari. Þá vann liðið Lyon í úrslitum Meistaradeildarinnar en það var þriðji Meistaradeildartitill félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner