lau 28. nóvember 2020 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski bikarinn: Exeter óvænt áfram í kveðjuleik Jökuls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gillingham 2 - 3 Exeter
1-0 Vadaine Oliver ('22 )
1-1 Nicky Law ('29 )
1-2 Joel Randall ('35 )
1-3 Joel Randall ('40 )
2-3 Dominic Samuel ('81 )

Exeter verður í pottinum þegar dregið verður í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Liðið vann Gillingham á útivelli í dag eftir að hafa lent undir í leiknum. Gillingham er í C-deildinni en Exeter í D-deildinni.

Jökull Andrésson varði mark Exeter í síðasta sinn í dag en hann hefur verið á neyðarláni að undanförnu frá Reading. Markvarðarvesen hefur verið hjá Exeter en aðalmarkvörður liðsins er orðinn heill heilsu og því er ekki hægt að framlengja lánið.

Jökull lék alls níu leiki með Exeter og unnust fimm þeirra, jafnteflin voru þrjú og aðeins eitt tap. Jökull er nítján ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner