Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frasakóngurinn Thomas Müller: Hvað segið þið Bretar?
Thomas Müller.
Thomas Müller.
Mynd: Getty Images
Það er ávallt hægt að treysta á það að Thomas Müller, leikmaður Evrópumeistara Bayern München, sé hress.

Það muna örugglega margir eftir því þegar hann kallaði samherja sinn, Robert Lewandowski, "Robert Lewangoalski" fyrr á árinu. Alveg hreint út sagt frábær brandari.

Í kvöld ræddi hann við fjölmiðlamann frá Bretlandi eftir 3-1 sigur gegn Stuttgart. Hann ákvað því að vísa í hið fræga 'Windy Night In Stoke', það sem hægt að þýða sem 'vindasamt kvöld í Stoke' á íslensku.

Þetta er mjög frægur fótboltafrasi. Þegar verið er að tala um bestu fótboltamenn eða fótboltalið í heimi er stundum spurt að því í gríni hvort að þau gætu sýnt sínar bestu hliðar á 'vindasömu kvöldi í Stoke'.

Frasinn varð frægur eftir að lýsandinn Andy Gray talaði um það tímabilið 2010/11 að Lionel Messi myndi eiga í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Það var hans trú að Messi myndi ekki vera eins góður á Englandi og á Spáni, og þá myndi hann sérstaklega eiga í vandræðum í Stoke þar sem, það sem þá hét Britannia völlurinn, var með það orðspor að vera erfiður viðureignar fyrir útilið.

Müller gat hreinlega ekki beðið eftir að nota frasann í kvöld, en það virkaði engan veginn að nota hann um leikinn í kvöld.

„Hvernig segið þið Bretar? Þú verður að sýna að þú getur þetta á 'vindasömu kvöldi í Stoke'," sagði Müller.

„Það var ekki vindasamt í dag og Stuttgart er ekki Stoke, en Stuttgart er lið sem hefur verið að spila mjög vel síðustu vikur."

Það var ekki mikið samhengi þarna og í raun var engin ástæða fyrir Müller að nota frasann, fyrir utan það að hann vildi náttúrulega gera það. Hér að neðan má sjá myndband.



Athugasemdir
banner
banner
banner