Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Krakkar skalla froðubolta til að koma í veg fyrir heilabilanir
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Mikið hefur verið rætt um heilabilanir fyrrum knattspyrnumanna að undanförnu og eru Hollendingar byrjaðir að taka fyrstu skrefin til að berjast gegn mögulegum heilabilunum í framtíðinni.

Ajax og PSV Eindhoven eru þegar byrjuð að nota froðubolta í stað venjulegra bolta þegar kennt er krökkum undir 14 ára aldri að skalla.

Búist er við að fleiri félög í fleiri deildum byrji að taka fyrstu skrefin í þessari mikilvægu baráttu.

Fyrrum knattspyrnumenn á Englandi hafa verið að ræða um slæmu áhrifin sem knattspyrnuiðkun getur haft á heilann. Umræðan hefur verið heitust í kringum fjölskyldur gamalla goðsagna sem létust eftir baráttu við hinar ýmsu heilabilanir.

Ensku leikmannasamtökin hafa verið að berjast fyrir því að áhrif knattspyrnu á heilastarfsemi verði rannsökuð en ljóst er að það getur ekki verið sérlega hollt fyrir menn að skalla þunga og harða bolta á hverjum degi í fleiri áratugi.

Chris Sutton hefur verið harðorður gagnvart leikmannasamtökunum þar sem hann telur þau ekki ganga nógu hart á eftir aðgerðum. Fjölskyldur goðsagna á borð við Jack og Bobby Charlton hafa hvatt til aðgerða eftir að fimm leikmenn sem urðu heimsmeistarar með Englandi 1966 hafa greinst með heilabilanir.
Athugasemdir
banner
banner