Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 28. nóvember 2023 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg: Gæti verið að ég þurfi að taka erfiða ákvörðun núna
Ingibjörg á æfingu íslenska landsliðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska landsliðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir útilokar ekki að hún yfirgefi norska félagið Valerenga í vetur en með liðinu varð hún norskur meistari í sumar.

„Ég er ekki búin að ákveða það alveg, ég er mjög ánægð þarna," sagði Ingibjörg við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Cardiff í Wales í dag en framundan er leikur þjóðanna í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

„Maður þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir líka og það gæti verið að ég þurfi að taka eina þannig núna. Við verðum bara að sjá hvað kemur upp," hélt hún áfram. En eru einhverji möguleikar komnir?

„Já eitthvað en ekkert komið beint á borðið. Ég er aðeins að bíða og sjá, ég verð að hafa þannig hugarfar að taka stærra skref ef það er í boði. Það er margt spennandi núna í mörgum deildum og maður vill vera hluti af því og sjá hvað maður getur náð langt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner