Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 28. nóvember 2023 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samningaviðræður milli Everton og Dyche settar á ís
Mynd: EPA

Everton fékk refsingu fyrir brot á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar en tíu stig voru dregin af liðinu.


Þetta hefur mikil áhrif á liðið enda er það komið í fallbaráttu þrátt fyrir að hafa verið á góðu róli undanfarið en liðið tapaði síðan gegn Manchester United um helgina eftir að refsingin kom í ljós.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að fyrirhugað hafi verið að bjóða Sean Dyche nýjan samning en óvissan um framhaldið hefur sett strik í reikninginn.

Dyche tók við í lok janúar og bjargaði Everton frá falli eftir sigur á Bournemouth í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Liðið hafði unnið sex af síðustu níu leikjum þegar kom að tapinu gegn United.


Athugasemdir
banner
banner