Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 14:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Vill spila fyrir Barcelona eins og Messi
Gríðarlegt efni
Gríðarlegt efni
Mynd: Getty Images
Claudio Echeverri er búinn að vera einn besti ef ekki sá allra besti leikmaður HM U17 ára sem stendur nú í gangi í Indónesíu. Echeverri var kynntur fyrir þjóðinni í nýjasta hlaðvarpsþætti Ungstirnanna í vikunni.

Argentína leika um 3. sæti í mótinu gegn Malí 1 .desember en Argentínumenn töpuðu fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Echeverri, sem er fæddur árið 2006 og leikur fyrir River Plate í heimalandi sínu, er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í sex leikjum og er fyrirliði argentínska liðsins.

„Hann er eftirsóttur af þessum klassísku stórum liðum; Real Madrid, Manchester City, PSG. Hann er hins vegar búinn að gefa það eiginlega út hvar hann vilji spila í Evrópu, hann spilar í treyju númer 10 hjá U-17 ára liðinu, með fyrirliðabandið, leggið tvo og tvo saman, hann vill spila fyrir Barcelona," sagði Arnar Laufdal þegar hann kynnti hann í nýjasta þættinum.

„Eins og ég elska River Plate, þá væri ég til í að spila fyrir Barcelona, ég hef horft á leiki með honum hjá Barcelona í gegnum árin og hef verið mikill aðdáandi frá því ég var lítill krakki," sagði Echeverri einmitt í viðtali rétt fyrir HM U-17.

„El Diablito eða „Litli djöfulinn" eins og hann er kallaður er góður á litlu svæði, frábæra boltatækni og gott auga fyrir spili og með eiginleikiann að skora mörk úr öllum regnbogans litum. Hann er með uppriftunarákvæði í samningi sínum upp á 25 milljónir evra sem getur hækkað upp í 30 milljónir þannig það fer hver að verða síðastur að kaupa þennan snilling," bætti Arnar svo við.
Ungstirnin - Argentínskur efniviður
Athugasemdir
banner
banner
banner