Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins einn maður sem vildi Mbappe
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Draumurinn um Kylian Mbappe hefur breyst í martröð fyrir stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur ekki mikið gott gerst hjá Mbappe eftir að hann gekk í raðir Madrídinga.

Þessi 25 ára gamla stórstjarna hefur farið hægt af stað í spænsku höðuðborginni og fengið mikla gagnrýni. Hann átti hauskúpuleik gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær og klúðraði vítaspyrnu.

Núna segir fréttamaðurinn Romain Molina frá því að það hafi aðeins einn maður hjá Real Madrid viljað Mbappe, það hafi verið forsetinn Florentino Perez.

Hann hafi ekki hlustað á aðra sem hafi verið á móti því að semja við Mbappe.

Mbappe hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir það að vera latur og hefur verið mikið ójafnvægi í liðinu eftir komu hans.

Mbappe fékk að byrja á vinstri vængnum gegn Liverpool í gær en Connor Bradley, ungur bakvörður Liverpool, átti ekki í miklum vandræðum með að stöðva hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner