Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 13:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig er sterkasta byrjunarlið Breiðabliks í dag?
Óli Valur var keyptur frá Svíþjóð.
Óli Valur var keyptur frá Svíþjóð.
Mynd: Breiðablik
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Breiðablik
Ágúst Orri er afskaplega efnilegur leikmaður.
Ágúst Orri er afskaplega efnilegur leikmaður.
Mynd: Breiðablik
Breiðablik hefur bætt við sig þremur öflugum leikmönnum upp á síðkastið. Ágúst Orri Þorsteinsson, Óli Valur Ómarsson og Valgeir Valgeirsson hafa allir komið heim úr atvinnumennsku og samið í Kópavoginum.

Nokkrir leikmenn hafa líka yfirgefið félagið en það eru spennandi hlutir að gerast hjá Íslandsmeisturunum.

Það er ákveðinn hausverkur að stilla upp sterkasta byrjunarliði Blika þessa stundina og það er svo sannarlega búið að búa til hausverk fyrir Halldór Árnason, þjálfara liðsins.

Það er erfitt að koma öllum nýju leikmönnunum fyrir, þó það sé auðvitað hægt.

Valgeir og Óli Valur geta báðir spilað bakvörð og báðir einnig leikið á kantinum. Ágúst Orri getur þá leyst fjölmargar stöður.

Er þetta sterkasta byrjunarlið Blika í dag?



Þegar reynt er að stilla upp í annað byrjunarlið, þá sést það líklega að það þarf að styrkja breiddina aðeins en ef allir eru heilir þá geta Blikar allavega stillt upp í eitt gífurlega sterkt lið. Það eru þá alltaf ungir og efnilegir leikmenn að koma upp í Kópavoginum.



Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og fer liðið því í forkeppni Meistaradeildarinnar næsta sumar. Það þarf að vera með stóran og góðan hóp í það verkefni. Það kæmi því ekkert á óvart ef Blikar bæta enn frekar við sig á næstu vikum.
Athugasemdir
banner