Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slimani vill komast frá Mónakó - Man Utd ólíklegt
Slimani vill fara frá Mónakó.
Slimani vill fara frá Mónakó.
Mynd: Getty Images
Islam Slimani vill komast frá franska úrvalsdeildarfélaginu Mónakó og aftur í ensku úrvalsdeildina. Daily Mail og Sky Sports segja frá þessum tíðindum.

Manchester United hefur sýnt áhuga á hinum 31 ára gamla Slimani, en ólíklegt er að hann fari þangað að sögn Sky.

Slimani er á láni hjá Mónakó frá Leicester. Hann hefur á þessu tímabili skorað sjö mörk og lagt upp sjö mörk í 13 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Slimani hefur spilað minna eftir að Roberto Moreno, sem stýrði landsliði Spánar á síðasta ári, tók við Mónakó í desember. Hann hefur aðeins spilað 30 mínútur frá því að Moreno tók við.

Slimani vill því fara, en það er engin klásúla í samningi hans hjá Mónakó um að hann megi fara áður en tímabilið klárast. Mónakó mun því væntanlega biðja um skaðabætur ef rifta eigi lánssamningnum.

Aston Villa er sagt vera að fylgjast með stöðu mála hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner