Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. janúar 2023 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi lagði upp - Twente náði jafntefli gegn Feyenoord
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Honved
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var nokkuð um Íslendingalið í leikjum dagsins um Evrópu en lítið af Íslendingum sem tóku þátt.


Í Grikklandi var Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði OFI Crete sem tapaði 2-1 gegn Olympiakos. Ögmundur Kristinsson var ekki í hópi hjá Olympiakos frekar en vanalega.

Guðmundur lék í stöðu vinstri vængbakvarðar og lagði fyrsta mark leiksins upp á nítjándu mínútu. Heimamenn í Olympiakos voru þó talsvert sterkari aðilinn með stjörnum prýtt lið og stóðu uppi sem sigurvegarar þökk sé mörkum frá Cedric Bakambu og Youssef El Arabi.

Olympiakos er í þriðja sæti eftir sigurinn, þremur stigum eftir toppliði Panathinaikos sem á þó leik til góða. Crete er í neðri hlutanum, með 19 stig eftir 20 umferðir en þó sex stigum frá neðstu liðunum.

Olympiakos 2 - 1 OFI Crete

Í Hollandi byrjaði Alfons Sampsted á bekknum í stórleik FC Twente gegn toppliði Feyenoord.

Feyenoord leiddi eftir fyrri hálfleik en Joshua Brenet, sem byrjaði í hægri bakvarðarstöðunni fyrir Alfons, jafnaði metin fyrir Twente og tryggði heimamönnum gott jafntefli.

Alfons kom inn af bekknum í uppbótartíma þegar staðan var þegar orðin 1-1. Twente er í fimmta sæti eftir jafnteflið, aðeins sex stigum eftir toppliði Feyenoord.

Twente 1 - 1 Feyenoord

Í Ungverjalandi spilaði Viðar Ari Jónsson síðasta hálftímann í liði Honved í 2-1 tapi í fallbaráttuslag gegn Ujpest.

Honved er í fallsæti, með 16 stig eftir 17 umferðir, þremur stigum frá Ujpest í öruggu sæti.

Emil Hallfreðsson var þá fjarverandi úr hópi Virtus Verona þriðja leikinn í röð í ítölsku C-deildinni. Emil er mikilvægur hlekkur í liði Virtus þrátt fyrir háan aldur en er líklegast að glíma við meiðslavandræði. 

Virtus er óvænt í fallbaráttunni í C-deildinni en vann gífurlega flottan sigur á toppbaráttuliði FeralpiSalo, sem hefði tekið toppsæti deildarinnar með sigri í dag.

Ujpest 2 - 1 Honved

FeralpiSalo 0 - 2 Virtus Verona

Þá voru tveir leikir í kvennaboltanum þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarverandi úr leikmannahópi Juventus sem rúllaði yfir Sampdoria.

Juve vann 5-0 sigur og er í öðru sæti Serie A með 34 stig eftir 15 umferðir, fimm stigum eftir toppliði Roma.

Örebro rúllaði þá yfir Eskilstuna í æfingaleik en Berglind Rós Ágústsdóttir er á mála hjá félaginu

Kvenna:
Juventus 5 - 0 Sampdoria

Eskilstuna 1 - 4 Örebro


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner