Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn vann Þjóðadeild kvenna
Bonmati
Bonmati
Mynd: Getty Images

Spánn vann Þjóðadeild kvenna í gær en með því lauk fyrstu Þjóðadeildinni í kvennaflokki.


Spánn er ríkjandi Heimsmeistari eftir sigur á Englandi í úrslitum í sumar en liðið mætti Frökkum í gær.

Ballon D'or sigurvegarinn Bonmati kom Spánverjum yfir í fyrri hálfleik og Mariona Caldentey innsiglaði sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik.

Frakkar náðu sér alls ekki á strik og náðu ekki skoti að marki Spánverja.

Þýskaland nældi í bronsið með sigri á Hollandi.

Spánn 2-0 Frakkland
1-0 Bonmatí ('32 )
2-0 Caldentey Oliver ('53 )

Holland 0-2 Þýskaland
0-1 Bühl ('66 ),
0-2 Schüller ('78 )


Athugasemdir
banner
banner
banner