Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 10:04
Hafliði Breiðfjörð
Valur lánar Þorstein Aron til HK (Staðfest)
Þorsteinn Aron.
Þorsteinn Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur hefur lánað Þorstein Aron Antonsson til HK og félagaskiptin hafa verið staðfest á vef KSÍ.

Valur tilkynnti í vetur um komu Þorsteins Arons sem gekk í raðir félagsins eftir að hafa spilað með Selfossi í Lengjudeildinni í fyrrasumar. Hann kom til Vals frá Fulham en hann var á láni á Selfossi frá enska félaginu. Þorsteinn, sem er nítján ára gamall, skrifaði undir samning út sumarið 2026.

Þorsteinn Aron er unglingalandsliðmaður, miðvörður sem var árið 2020 valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar og var hann keyptur til Fulham þá um haustið.

Fyrri hluta tímabilsins 2022 var hann á láni hjá Stjörnunni en spilaði þó ekkert. Hann lék seinni hluta þess tímabils með Selfossi og svo allt síðasta tímabil.

Hann var undir smásjá erlendra félaga í fyrrasumar en varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leik með U19 landsliðinu á lokamóti EM. Í aðdraganda tímabilsins í ár fór hann á reynslu hjá Öster.

Þorsteinn Aron meiddist illa á ökkla hjá Val í desember en var fljótur að ná bata og náði að spila með liðinu í Reykjavíkurmótinu um mánaðarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner