Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 29. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Times: Solskjær varð ósáttur vegna tilrauna Lukaku
Romelu Lukaku yfirgaf Manchester United og gekk í raðir Inter Milan síðasta sumar. Inter borgaði 75 milljónir fyrir Belgann í ágúst.

Samkvæmt heimildum The Times var Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, ósáttur með Lukaku og er sögð hafa myndast gjá á milli þeirra eftir samskipti á æfingasvæðinu.

Lukaku er sagður hafa reynt að komast hjá því að vera valinn í liðið af Solskjær undir lok síðustu leiktíðar vegna nokkra minniháttar meiðsla.

Það á ekki að hafa fallið vel í kramið hjá norska stjóranum. Lukaku hefur leikið vel með Inter á leiktíðinni. Anthony Martial, Marcus Rashford, Mason Greenwood og Odion Ighalo hafa leikið sem fremstu menn hjá United eftir að Lukaku yfirgaf félagið.
Athugasemdir
banner