Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að fara á fund með Balogun á næstunni
Folarin Balogun.
Folarin Balogun.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur boðað sóknarmanninn Folarin Balogun á fund með það að markmiði að sannfæra hann um að spila fyrir enska landsliðið frekar en það bandaríska.

Balogun, sem er 21 árs gamall, er búinn að skora 18 mörk í 29 keppnisleikjum á þessu tímabili. Hann er að spila með Reims Í Frakklandi á láni frá Arsenal.

Það voru einhverjir sem voru að velta því fyrir sér hvort að Balogun yrði í enska A-landsliðshópnum sem var valinn á dögunum en svo var ekki. Hann birti í kjölfarið áhugaverð skilaboð sem hægt var að túlka sem sem skilaboð á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Balogun er fæddur í New York í Bandaríkjunum en er uppalinn í Englandi. Hann á nígeríska foreldra og getur því spilað fyrir þrjú landslið. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og Bandaríkjanna.

Það hafa verið háværar sögusagnir í tengslum við bandaríska landsliðið að undanförnu en Englendingar halda í vonina. Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins, mun á næstu dögum fljúga til Frakklands til þess að fara yfir málin með honum.
Athugasemdir
banner
banner