Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Hafa beðið dómarann afsökunar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marco Silva stjóri Fulham og sóknarmaðurinn Aleksandar Mitrovic segjast sjá eftir hegðun sinni og hafa beðið dómarann Chris Kavanagh afsökunar.

Báðir fengu að líta rauða spjaldið í 3-1 tapi gegn Manchester United í FA-bikarnum.

Silva fékk ákæru frá enska sambandinu fyrir að hrauna yfir fjórða dómarann eftir leikinn og Mitrovic var ákærður fyrir ofbeldisfulla hegðun en hann ýtti Kavanagh.

„Ég hefði átt að hafa meiri stjórn á tilfinningum mínum Ég sé eftir því sem gerðist. Ég hef spjallað við Chris Kavanagh og beðist afsökunar. Hann veit að ég ber virðingu fyrir honum og því starfi sem hann sinnir. Hann er einn besti dómari landsins," segir Silva.

Mitrovic gæti fengið langt bann en hann segist sjá eftir hegðun sinni og hefur beðið liðsfélaga sína og stuðningsmenn afsökunar.

„Ég náði ekki að hafa stjórn á skapi mínu og viðbrögð mín voru röng. Ég reyndi að ná athygli dómarans en hefði ekki átt að setja hendur á hann og ég skil af hverju ég fékk rautt. Ég er búinn að tala við Chris Kavanagh og biðja hann afsökunar, þá átti ég sjálfur frumkvæðið að taka út sekt frá félaginu vegna hegðunarinnar," segir Mitrovic.

„Ég vil gera það sem ég get svo þetta tilheyri fortíðinni og ég vonast til þess að geta hjálpað liðsfélögum mínum inni á vellinum eins fljótt og hægt er."
Athugasemdir
banner
banner