Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 29. maí 2023 22:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er frábær, gæti ekki verið betri." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara Vals eftir sigurinn á Víkingsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Þetta var alvöru leikur. Við vissum að Víkingar eru í dúndur standi og með mikið sjálfstraust. Ég ætla ekki að segja að við séum búnir að lélegir í síðustu leikjum en við erum ekki búnir að vera fá úrslit og það er ekki gott koma og mæta besta liðinu, sem er í besta forminu en mér fannst við matcha það í alvöru leik. Hefðum geta farið í hina áttina en við náðum fyrsta markinu og náðum svo að fylgja því eftir en þeir hætta ekkert."

„Þetta var skemmtilegur leikur, alvöru tempó, menn tóku á og ég var líka ánægður með að Villi (Vilhjálmur Alvar) lét leikinn ganga, hann var ekki að flauta endalaust. Línan fín þannig það hélt tempóinu í leiknum og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðu minna manna í dag."

Þessi sigur Valsmanna var ekki bara sterkur fyrir Val heldur líka fyrir deildina en þetta opnar toppbaráttuna. 

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem Valur hafi ansi marga stuðningsmenn. Það er ekkert oft sem Valur hefur marga stuðningsmenn. Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu og ef við tölum bara hreina íslensku hefðu Víkingar unnið hér í kvöld og Blikarnir gerðu jafntefli þannig þá hefði bilið breikkað enn meira og við þurftum á þessu að halda."


Athugasemdir
banner