Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   mán 29. maí 2023 22:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
watermark Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er frábær, gæti ekki verið betri." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara Vals eftir sigurinn á Víkingsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Þetta var alvöru leikur. Við vissum að Víkingar eru í dúndur standi og með mikið sjálfstraust. Ég ætla ekki að segja að við séum búnir að lélegir í síðustu leikjum en við erum ekki búnir að vera fá úrslit og það er ekki gott koma og mæta besta liðinu, sem er í besta forminu en mér fannst við matcha það í alvöru leik. Hefðum geta farið í hina áttina en við náðum fyrsta markinu og náðum svo að fylgja því eftir en þeir hætta ekkert."

„Þetta var skemmtilegur leikur, alvöru tempó, menn tóku á og ég var líka ánægður með að Villi (Vilhjálmur Alvar) lét leikinn ganga, hann var ekki að flauta endalaust. Línan fín þannig það hélt tempóinu í leiknum og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðu minna manna í dag."

Þessi sigur Valsmanna var ekki bara sterkur fyrir Val heldur líka fyrir deildina en þetta opnar toppbaráttuna. 

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem Valur hafi ansi marga stuðningsmenn. Það er ekkert oft sem Valur hefur marga stuðningsmenn. Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu og ef við tölum bara hreina íslensku hefðu Víkingar unnið hér í kvöld og Blikarnir gerðu jafntefli þannig þá hefði bilið breikkað enn meira og við þurftum á þessu að halda."


Athugasemdir
banner
banner
banner