Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 29. maí 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Valdi Formúlu 1 fram yfir titilfögnuð PSG
Neymar og Tom Holland voru ferskir í Mónakó
Neymar og Tom Holland voru ferskir í Mónakó
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er brjálað yfir ákvörðun brasilíska fótboltamannsins Neymar um að fylgjast frekar með Formúlu 1 í Mónakó frekar en að fagna titlinum með félaginu.

PSG tryggði franska titilinn í ellefta sinn í sögunni á laugardag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Strasbourg.

Neymar ákvað að ferðast ekki með liðinu til Strasbourg og valdi það að fara frekar til Mónakó að horfa á Formúluna.

Hann var í góðum hópi þar en hann var myndaður með leikurunum Tom Holland, Michael Douglas og Orlando Bloom.

L'Equipe segir að PSG sé brjálað yfir þessari ákvörðun Neymar og segir hann ögra félaginu en hann reynir allt til að komast frá félaginu í sumar.

Neymar hefur verið orðaður við Manchester United síðustu daga enn sér ekki fyrir sér að vera áfram eftir að stuðningsmenn kölluðu hann öllum illum nöfnum fyrir utan heimili hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner