Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. júní 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heitt undir Quique Setien
Mynd: Getty Images
Fregnir frá Spáni herma að staða Quique Setien við stjórnvöl Barcelona sé í mikilli hættu.

Hvorki gengi né spilamennska liðsins hefur skánað eftir að Setien var ráðinn í janúar og eru leikmenn sagðir óánægðir með stjórnarhætti hans.

Hvorki leikmenn né stjórnendur Barca eru sáttir með Setien og eru flestir miðlar á Spáni sammála um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. Einhverjir telja mögulegt að hann verði rekinn á næstu dögum og Garcia Pimienta, þjálfari B-liðsins, látinn stýra aðalliðinu út tímabilið.

Það þykir ljóst að lítið annað en kraftaverk getur bjargað starfi Setien hjá Barca. Hann hefur aðeins nokkra leiki til að sannfæra stjórnendur og leikmenn um að hann sé rétti maðurinn í starfið.

Setien fékk tveggja og hálfs árs samning þegar hann tók við af Ernesto Valverde. Ronald Koeman og Xavi eru meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar. Xavi hefur þó ekki verið að gera góða hluti við stjórnvölinn hjá Al Sadd í Katar.

Takist Setien að vinna bæði spænsku deildina og Meistaradeildina er líklegt að hann fái að halda starfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner