Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. júní 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juve og Man City skipta á unglingum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Juventus og Manchester City eru að skipta unglingaliðsleikmönnum sín á milli. Skiptin verða staðfest í vikunni.

Juventus fær portúgalska kantmanninn Felix Correia, 19 ára, í skiptum fyrir spænska sóknarmanninn Pablo Moreno, sem er 18 ára.

Þetta eru ekki einu skiptin sem eru að ganga í gegn hjá Juve þessa stundina, því Arthur Melo er á leið til félagsins frá Barcelona og Miralem Pjanic fer hina leiðina.

Correia var hjá Sporting en skipti yfir til Man City í fyrra og gerði fína hluti að láni hjá U21 liði AZ Alkmaar. Hann er partur af U19 ára landsliði Portúgals.

Correia mun vera partur af varaliði Juventus á næstu leiktíð og ef hann stendur sig vel getur hann barist um sæti í liðinu eftir rúmt ár.

Moreno verður hins vegar lánaður beint til Girona frá Man City. Á Spáni getur hann öðlast mikilvæga reynslu.

Leikmennirnir eru metnir á tæpar tíu milljónir evra hvor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner