Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. júlí 2021 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raiola sagður hafa boðið Liverpool að fá Pogba
Mino Raiola, hinn skrautlegi umboðsmaður Pogba.
Mino Raiola, hinn skrautlegi umboðsmaður Pogba.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt franska fjölmiðlinum Le10Sport, þá er umboðsmaðurinn Mino Raiola búinn að ræða við Liverpool um skjólstæðing sinn, Paul Pogba.

Pogba verður samningslaus næsta sumar og hefur Manchester United ekki komist langt áleiðis í samningaviðræðum við hann.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er að leita sér að nýjum miðjumanni eftir að Georginio Wijnaldum fór til Paris Saint-Germain. Tveir Frakkar eru á lista hans að sögn Le10Sport, en það eru Eduardo Camavinga og Houssem Aouar.

Fjölmiðillinn segir að nýlega hafi annar franskur miðjumaður verið boðinn félaginu; Paul Pogba.

Þetta er ansi athyglisvert í ljósi þess að Man Utd - félag Pogba - og Liverpool eru miklir erkifjendur.

Liverpool, og önnur félög, mega byrja að ræða við Pogba í janúar þegar sex mánuðir eru eftir af samningi hans við United.
Athugasemdir
banner
banner