Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 29. september 2020 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal verður að selja Torreira til að fjármagna næstu kaup
Torreira hefur tekið þátt í 89 leikjum á tveimur árum hjá Arsenal.
Torreira hefur tekið þátt í 89 leikjum á tveimur árum hjá Arsenal.
Mynd: Arsenal
Mikel Arteta sárvantar skapandi miðjumann til að styrkja leikmannahóp Arsenal áður en félagaskiptaglugginn lokar í byrjun október.

Arsenal hefur verið á höttunum eftir Thomas Partey og Houssem Aouar en þeir kosta rúmlega 50 milljónir hvor og því þarf Arsenal að selja leikmenn til að fjármagna kaupin.

Arsenal fékk 20 milljónir punda fyrir markvörðinn Emiliano Martinez og þarf 20 milljónir í viðbót til að geta gengið frá kaupum á nýjum miðjumanni.

Besti kosturinn til að fjármagna kaupin er að selja úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira sem hefur átt erfitt með að festa sig í sessi hjá Arsenal og hefur ekki enn komið við sögu á tímabilinu.

Torreira kostar rúmlega 20 milljónir. Torino hefur mikinn áhuga en á ekki efni á miðjumanninum. Atletico Madrid hefur einnig áhuga og er í viðræðum við Arsenal um félagaskipti. Atletico vill fá Torreira að láni en Arsenal vill selja hann.
Athugasemdir
banner
banner