fim 29. september 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýjum þriðja búningi Chelsea lekið í tölvuleik
Mynd: EPA
Nýjasta útgáfan af tölvuleiknum FIFA kemur út á morgun en sumt fólk er komið með snemmbúna útgáfu af leiknum.

Það er athyglisvert að í leiknum er Chelsea með þrjá búninga, en félagið er bara búið að opinbera út tvo búninga sína á þessu keppnistímabili.

Þriðji búningur er samt sem áður í FIFA og virðist sem svo að honum hafi verið lekið með tölvuleiknum.

Chelsea hefur spilað í bláum aðalbúningi sínum og hvítum varabúningi en þriðji búningurinn hefur ekki enn verið tekinn fram og er hann ekki enn kominn í sölu.

En hann er í FIFA og má sjá hann hér fyrir neðan. Þetta er frekar skrítið fyrir Chelsea; að tölvuleikur skuli frumsýna nýjan búning hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner