Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Smith Rowe fór í aðgerð og snýr aftur til æfinga í desember
Emile Smith Rowe.
Emile Smith Rowe.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emile Smith Rowe hjá Arsenal hefur gengist undir aðgerð vegna nárameiðsla sinna og félagið vonast til þess að hann snúi aftur til æfinga í desember.

Meiðslin hafa verið að gera honum erfitt fyrir og hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu, í öll skiptin sem varamaður.

Í tapleiknum gegn Manchester United þann 4. september ágerðust meiðslin enn frekar. Þá tók læknalið félagsins þá ákvörðun að hann færi í aðgerð.

Aðgerðin var framkvæmd í vikunni og Smith Rowe er í endurhæfingarferli.

Smith Rowe er 22 ára og hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Hann átti sér drauma um að vera í HM hóp Englands en þessi meiðsli gera út um þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner