Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fös 29. september 2023 18:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Snær horfir í kringum sig
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Friðriksson er að renna út á samningi og er farinn að kíkja í kringum sig samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Aron hefur verið í hlutverki varamarkvarðar hjá KR á tímabilinu, Simen Kjellevold hefur verið aðalmarkvörður liðsins.

Aron hefur þrátt fyrir það spilað tíu leiki í sumar; níu í deild og einn í deild. Fjórum sinnum hefur hann haldið hreinu. KR vann sex af leikjunum sem Aron spilaði, þrír leikir töpuðust og eitt jafntefli.

Hann er 26 ára gamall og kom til KR frá Fylki eftir tímabilið 2021. Hann er Grindvíkingur semeinnig hefur spilað með Tindastóli og Breiðabliki. Á sínum tíma lék hann sex leiki fyrir U21 landsliðið.

Samningur Arons rennur út 16. október og hafa önnur félög mátt ræða við hann undanfarna mánuði.
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner