Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 29. september 2024 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Róuðu stuðningsmenn sína og jöfnuðu svo með marki í uppbótartíma
Argentínumaðurinn Angel Correa skoraði dramatískt jöfnunarmark á fimmtu mínútu í uppbótartíma í 1-1 jafnteflinu gegn Real Madrid í nágrannaslag á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd í kvöld.

Mikill rígur er á milli þessara félaga, sem er eðlilegt, og má því við öllu búast.

Ekki bjuggust þó margir við því að það yrði varnarmaðurinn Eder Militao sem kæmi Real Madrid í forystu. Það gerði hann á 64. mínútu.

Luka Modric tók aukaspyrnu sem fór á Vinicius Junior á vinstri vængnum. Hann kom með fyrirgjöfina yfir allan pakkann og á Militao, sem tók á móti boltanum og hamraði honum af varnarmanni og í netið.

Ekki liðu margar mínútur þangað til hörðustu stuðningsmenn Atlético fóru að láta öllum illum látum. Þeir köstuðu hlutum í Thibaut Courtois, markvörð Real Madrid, sem varð til þess að dómari leiksins gerði hlé á leiknum. Hann var alvarlega að íhuga að flauta leikinn af, en Koke, fyrirliði Atlético og Diego Simeone, þjálfari liðsins, fóru upp að stúkunni og róuðu mannskapinn niður.

Dómarinn tók ákvörðun um að halda leik áfram, sem reyndist Atlético vel, því þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Angel Correa jöfnunarmarkið við mikinn fögnuð stuðningsmanna.

Á síðustu mínútunum fékk síðan Marcos Llorente, leikmaður Atlético, að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. Rétt eftir það var leikurinn flautaður af. Lokatölur 1-1.

Real Madrid er í 2. sæti með 18 stig en Atlético í 3. sæti með 16 stig. Þetta er mikill léttir fyrir Barcelona sem tapaði um helgina, en liðið er nú með þriggja stiga forystu á toppnum.

Úrslit og markaskorarar:

Athletic 1 - 1 Sevilla
1-0 Mikel Jauregizar ('36 )
1-1 Alex Padilla ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Julen Agirrezabala, Athletic ('82)

Atletico Madrid 1 - 1 Real Madrid
0-1 Eder Militao ('64 )
1-1 Angel Correa ('90 )
Rautt spjald: Marcos Llorente, Atletico Madrid ('90)

Celta 1 - 1 Girona
0-1 Yangel Herrera ('38 )
1-1 Iago Aspas ('81 )

Betis 1 - 0 Espanyol
0-0 Abde Ezzalzouli ('45 , Misnotað víti)
1-0 Giovani Lo Celso ('85 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner