Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Vilja kaupa Burnley á 200 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Mohamed El Kashashy, viðskiptajöfur frá Egyptalandi, og lögfræðingurinn Chris Farnell eru að undirbúa í sameiningu 200 milljóna punda yfirtökutilboð í Burnley.

Talið var að ALK Capital, fjárfestingahópur frá Bandaríkjunum væri að kaupa Burnley.

Nú eru Farnell og El Kashashy hins vegar í viðræðum um að kaupa félagið.

Farnell var settur í bann frá því að kaupa félag á Englandi eftir vandræði þegar hann reyndi yfirtöku hjá Charlton fyrr á árinu.

Því banni var aflétt á dögunum og því geta Farnell og El Kashashy keypt Burnley ef tilboð þeirra í félagið verður samþykkt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner