Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að þetta sé búið. Ég vil bara þakka öllum fyrir; öllum andstæðingum, félagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum fyrir þetta mót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 0-2 sigur á KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Það er virkilega gott að enda þetta á sigri. Það var ýmislegt sem tikkaði í boxin í dag. Þetta var góð frammistaða heilt yfir. Við erum búnir að fá ótrúlega reynslu á þessu móti. Við erum búnir að vinna frábæra sigra, fá stóra skelli, við skoruðum flottasta markið og tókum þátt í besta leiknum. Það eru frábærir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref og að standa sig frábærlega."

Stjarnan, sem er í uppbyggingu, endar í fimmta sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann átti mjög góðan leik í dag og lagði upp tvö mörk.

„Þessir ungu leikmenn eru búnir að vera frábær og þar á meðal Ísak. Hann átti góðan leik í dag, var síógnandi. Ef hann kemst út, þá á hann fyllilega skilið. Hann var góður í dag og það er heiður fyrir hann að vera kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann kóðnaði ekki niður við að fá verðlaun."

Gústi segir það alveg staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Hann og Jökull Elísabetarson verða áfram.

„Jú, það er staðfest. Ég og Jökull verðum áfram. Við fengum reynslu í sumar og komum sterkari til baka. Við hlökkum til að byrja aftur eftir 3-4 vikur og takast á við tímabilið 2023," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner
banner