Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 29. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að þetta sé búið. Ég vil bara þakka öllum fyrir; öllum andstæðingum, félagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum fyrir þetta mót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 0-2 sigur á KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Það er virkilega gott að enda þetta á sigri. Það var ýmislegt sem tikkaði í boxin í dag. Þetta var góð frammistaða heilt yfir. Við erum búnir að fá ótrúlega reynslu á þessu móti. Við erum búnir að vinna frábæra sigra, fá stóra skelli, við skoruðum flottasta markið og tókum þátt í besta leiknum. Það eru frábærir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref og að standa sig frábærlega."

Stjarnan, sem er í uppbyggingu, endar í fimmta sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann átti mjög góðan leik í dag og lagði upp tvö mörk.

„Þessir ungu leikmenn eru búnir að vera frábær og þar á meðal Ísak. Hann átti góðan leik í dag, var síógnandi. Ef hann kemst út, þá á hann fyllilega skilið. Hann var góður í dag og það er heiður fyrir hann að vera kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann kóðnaði ekki niður við að fá verðlaun."

Gústi segir það alveg staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Hann og Jökull Elísabetarson verða áfram.

„Jú, það er staðfest. Ég og Jökull verðum áfram. Við fengum reynslu í sumar og komum sterkari til baka. Við hlökkum til að byrja aftur eftir 3-4 vikur og takast á við tímabilið 2023," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner