Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að þetta sé búið. Ég vil bara þakka öllum fyrir; öllum andstæðingum, félagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum fyrir þetta mót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 0-2 sigur á KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Það er virkilega gott að enda þetta á sigri. Það var ýmislegt sem tikkaði í boxin í dag. Þetta var góð frammistaða heilt yfir. Við erum búnir að fá ótrúlega reynslu á þessu móti. Við erum búnir að vinna frábæra sigra, fá stóra skelli, við skoruðum flottasta markið og tókum þátt í besta leiknum. Það eru frábærir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref og að standa sig frábærlega."

Stjarnan, sem er í uppbyggingu, endar í fimmta sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann átti mjög góðan leik í dag og lagði upp tvö mörk.

„Þessir ungu leikmenn eru búnir að vera frábær og þar á meðal Ísak. Hann átti góðan leik í dag, var síógnandi. Ef hann kemst út, þá á hann fyllilega skilið. Hann var góður í dag og það er heiður fyrir hann að vera kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann kóðnaði ekki niður við að fá verðlaun."

Gústi segir það alveg staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Hann og Jökull Elísabetarson verða áfram.

„Jú, það er staðfest. Ég og Jökull verðum áfram. Við fengum reynslu í sumar og komum sterkari til baka. Við hlökkum til að byrja aftur eftir 3-4 vikur og takast á við tímabilið 2023," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner