Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   lau 29. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að þetta sé búið. Ég vil bara þakka öllum fyrir; öllum andstæðingum, félagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum fyrir þetta mót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 0-2 sigur á KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Það er virkilega gott að enda þetta á sigri. Það var ýmislegt sem tikkaði í boxin í dag. Þetta var góð frammistaða heilt yfir. Við erum búnir að fá ótrúlega reynslu á þessu móti. Við erum búnir að vinna frábæra sigra, fá stóra skelli, við skoruðum flottasta markið og tókum þátt í besta leiknum. Það eru frábærir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref og að standa sig frábærlega."

Stjarnan, sem er í uppbyggingu, endar í fimmta sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann átti mjög góðan leik í dag og lagði upp tvö mörk.

„Þessir ungu leikmenn eru búnir að vera frábær og þar á meðal Ísak. Hann átti góðan leik í dag, var síógnandi. Ef hann kemst út, þá á hann fyllilega skilið. Hann var góður í dag og það er heiður fyrir hann að vera kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann kóðnaði ekki niður við að fá verðlaun."

Gústi segir það alveg staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Hann og Jökull Elísabetarson verða áfram.

„Jú, það er staðfest. Ég og Jökull verðum áfram. Við fengum reynslu í sumar og komum sterkari til baka. Við hlökkum til að byrja aftur eftir 3-4 vikur og takast á við tímabilið 2023," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner