Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Óskar segir sumarið hafa verið skrítið - Ekkert heyrt í Njarðvíkingum
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gaman að spila þennan leik," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa skorað á sínum gamla heimavelli í 0-2 sigri gegn KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Þegar viðtalið var að byrja mátti heyra Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, segja við Óskar að hann væri ekkert hættur í fótbolta, þetta væri ekkert þannig viðtal. Óskar, sem er 38 ára, svaraði í léttum tón: „Ég er rétt að byrja."

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Óskar gekk í raðir Stjörnunnar fyrir leiktíðina en hann hefur þurft að sætta sig við nokkuð mikla bekkjarsetu á tímabilinu, meira en hann hefur kynnst áður. Í dag byrjaði hann og var á skotskónum.

Þegar hann er spurður út í tímabilið þá segir hann: „Skrítið maður. Ég á eftir að melta það, maður er rétt að ná andanum eftir leik og svo á maður eftir að líta yfir sumarið."

Hann hefur verið orðaður við Njarðvík, uppeldisfélag sitt. Er hann eitthvað búinn að heyra í þeim?

„Nei, það er ekkert til í því þannig. Ég og Stjarnan eigum eftir að setjast niður og ræða okkar mál, hvernig framhaldið verður. Við tökum stöðuna fljótlega," sagði Óskar sem er á leið í sólina í Orlando í frí.
Athugasemdir
banner
banner