Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 29. október 2022 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Óskar segir sumarið hafa verið skrítið - Ekkert heyrt í Njarðvíkingum
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gaman að spila þennan leik," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa skorað á sínum gamla heimavelli í 0-2 sigri gegn KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Þegar viðtalið var að byrja mátti heyra Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, segja við Óskar að hann væri ekkert hættur í fótbolta, þetta væri ekkert þannig viðtal. Óskar, sem er 38 ára, svaraði í léttum tón: „Ég er rétt að byrja."

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Óskar gekk í raðir Stjörnunnar fyrir leiktíðina en hann hefur þurft að sætta sig við nokkuð mikla bekkjarsetu á tímabilinu, meira en hann hefur kynnst áður. Í dag byrjaði hann og var á skotskónum.

Þegar hann er spurður út í tímabilið þá segir hann: „Skrítið maður. Ég á eftir að melta það, maður er rétt að ná andanum eftir leik og svo á maður eftir að líta yfir sumarið."

Hann hefur verið orðaður við Njarðvík, uppeldisfélag sitt. Er hann eitthvað búinn að heyra í þeim?

„Nei, það er ekkert til í því þannig. Ég og Stjarnan eigum eftir að setjast niður og ræða okkar mál, hvernig framhaldið verður. Við tökum stöðuna fljótlega," sagði Óskar sem er á leið í sólina í Orlando í frí.
Athugasemdir
banner
banner