Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 29. nóvember 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
Gæðin hafa minnkað með auknu leikjaálagi
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Mynd: EPA
Liðin í ensku úrvalsdeildinni eru ekki að hlaupa eins mikið og þau gerðu á síðasta tímabili. Leeds er þar á meðal en Marcelo Bielsa stjóri félagsins telur að of mikið leikjaálag sé þess valdandi að gæðin fari minnkandi.

Bielsa lýsti yfir áhyggjum á fréttamannafundi í dag og segir að pökkuð leikjadagskrá hafi neikvæð áhrif á vöruna sem enski boltinn er.

„Það er afskaplega sorglegt að fótboltinn fari versnandi," segir Bielsa.

„Það er alveg galið að auka markaðssetningu á vöru og vilja auka tekjurnar þegar varan er að verða verri."

Bestu leikmenn heims í dag fá afskaplega lítið frí og þegar landsliðsverkefni bætast ofan á er leikjafjöldi margra á einu ári orðinn gríðarlega mikill.
Athugasemdir
banner
banner