Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 29. nóvember 2021 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óánægðir með Bo Henriksen - „Pottþétt búinn að vera grenjandi síðustu vikur"
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonas Lössl.
Jonas Lössl.
Mynd: EPA
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem var að venju á dagskrá á laugardag var rætt um markvarðamál FC Midtjylland í Danmörku. Elías Rafn Ólafsson hafði varið mark Midtjylland í talsverðan tíma áður en svo Jonas Lössl spilaði síðustu tvo leiki.

Bo Henriksen, fyrrum leikmaður Fram, ÍBV og Vals, er þjálfari FC Midtjylland í dag. Tómas Þór Þórðarson, annar af þáttarstjórnendum útvarpsþáttarins, er ekki ánægður með Bo.

„Ég er mjög óánægður með hann. Hann er með markmann sem hefur staðið sig vel, FC Midtjylland þykist standa fyrir það að spila á ungum drengjum til að búa til sölu. Félagið hefur selt leikmenn fyrir fullt af peningum."

„Svo fær Elías á sig nokkur mörk um daginn [gegn AGF], einu sinni eftir að hafa verið algjörlega frábær og Lösslaranum [Jonas Lössl], sem er pottþétt búinn að vera grenjandi síðustu vikur, er hent aftur í rammann af því það er þægilegra,"
sagði Tómas.

„Við stimplum þetta sem veikleikamerki hjá Bo, að hann sé ekki með nefið í þetta," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Við erum hlutdrægir Íslendingar. Bo er hálfur Íslendingur og þess vegna erum við svona reiðir út í hann."

„Hann á að hafa Elías í markinu,"
sagði Tómas.

Elías er 21 árs gamall og hefur verið hjá Midtjylland frá árinu 2018. Hann hefur varið mark Íslands í síðustu þremur leikjum landsliðsins.

Midtjylland á leik í kvöld gegn Vejle í dönsku Superliga. Leikurinn er í beinni á ViaPlay.
Útvarpsþátturinn - Rangnick og Peningar
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner