Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. nóvember 2022 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dúna á leið til Íslendingafélagsins Kristianstad
Dúna, styrktarþjálfari.
Dúna, styrktarþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, betur þekkt sem Dúna, er á leið til sænska félagsins Kristianstad þar sem hún mun taka við sem þrekþjálfari liðsins.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, auglýsti eftir einstaklingi í þessa stöðu á dögunum.

„Starfið snýst um að bera ábyrgð á helstu þrekþáttum leikmanna í meistaraflokki og vinna að tímabilaskiptingu og einstaklingsmiðaðri eftirfylgni í náinni samvinnu við þjálfaraliðið," skrifaði Elísabet í færslu sinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Dúna að taka við starfinu en hún hefur undanfarið starfað sem styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins við góðan orðstír.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 og náð eftirtektarverðum árangri. Í ár endaði liðið í fjórða sæti eftir að hafa verið í titilbaráttu framan af. Þrír íslenskir leikmenn eru hjá félaginu; Amanda Andradóttir, Emelía Óskarsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner