Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   þri 29. nóvember 2022 19:34
Elvar Geir Magnússon
Íslandsóvinurinn Frappart fyrsta konan sem dæmir á HM karla
Hin franska Stephanie Frappart verður á fimmtudaginn fyrsta konan í sögunni sem er aðaldómari á leik á HM karla.

Íslendingar voru allt annað en sáttir við frammistöðu hennar í umspilsleik Portúgals og Íslands um sæti á HM kvenna 2023. Hún dæmdi mark af íslenska liðinu og svo víti og rautt á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Þrátt fyrir slaka frammistöðu Frappart í þeim leik er hún talin besti kvendómari heims og mun dæma Kosta Ríka - Þýskaland í lokaumferð E-riðils HM. Frappart er vön því að dæma karlaleiki, bæði í heimalandinu og einnig í alþjóðlegum verkefnum.

Aðstoðardómarar leiksins eru einnig konur; Neuza Back frá Brasilíu og Karen Diaz Medina frá Mexíkó.

Kosta Ríka er öruggt áfram með sigri. Ef Kosta Ríka gerir jafntefli kemst liðið áfram ef Spánn vinnur Japan

Þýskaland verður að vinna til að eiga möguleika á því að komast áfram. Ef Þýskaland vinnur en Spánn tapar ráðast úrslit á markatölu og þar eru Spánverjar í bílstjórasætinu.

Dómarar á leikjum fimmtudagsins:

Króatía - Belgía
Anthony Taylor (England)

Kanada - Marokkó
Raphael Claus (Brasilía)

Japan - Spánn
Victor Gomes (Suður Afríka)

Kosta Ríka - Þýskaland
Stéphanie Frappart (Frakkland)

)

Athugasemdir
banner