Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 29. nóvember 2022 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juelsgaard æfir með dönsku úrvalsdeildarfélagi
Jesper Juelsgaard.
Jesper Juelsgaard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jesper Juelsgaard er þessa stundina að æfa með danska úrvalsdeildarfélaginu AGF eftir að samningi hans hjá Val var rift.

Juelsgaard, sem er 33 ára, kom til Vals frá AGF í Árósum fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði 24 leiki í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk.

Juelsgaard, sem getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður, var með samning út næstu leiktíð en Valur var með riftunarákvæði og ákvað að nýta sér það. Hann sagði í samtali við Vísi að sér hefði verið brugðið. Hann hélt að hann væri á leið á fund til að ræða um flug til Danmerkur fyrir frí eftir tímabilið en svo var ekki. Samningi hans var rift.

Núna er Juelsgaard, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku, að æfa með AGF en samkvæmt staðarmiðlinum þar - Århus Stiftstidende - þá mun hann ekki semja við félagið. Hann þekkir vel til hjá AGF og fékk að æfa þar til að halda sér í góðu standi.

Juelsgaard hefur talað um það að hann væri opinn fyrir því að spila áfram á Íslandi ef gott tækifæri býðst. Hann segist ekki loka neinum hurðum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson er á meðal leikmanna AGF.
Athugasemdir
banner
banner
banner