Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 29. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningar Mikaelu og Sæunnar úr gildi eftir fallið
Mikaela Nótt með Íslandsmeistaramedalíuna.
Mikaela Nótt með Íslandsmeistaramedalíuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæunn í leik með Þrótti.
Sæunn í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar og Fjölnir féllu úr Lengjudeild kvenna í haust og spila því í 2. deild á næsta tímabili. Þegar hafa liðin misst tvo öfluga leikmenn frá því á síðasta tímabili og er góður möguleiki á því að fleiri leikmenn fari frá Haukum.

Berglind Þrastardóttir samdi við nágrannana í FH í haust eftir að hafa leikið með liðinu seinni hluta tímabilsins. Samningur hennar við Hauka átti að gilda fram á næsta sumar. Ákvæði í samningi hennar gerði henni kleift að fara til FH.

Ákvæði voru í fleiri samningum leikmanna Hauka því flestir leikmenn liðsins sem voru með skráðan samning fram á næsta tímabil eru nú samningslausar ef marka má samningsstöðu þeirra á heimasíðu knattspyrnusambandsins.

Eina undantekningin er Birta Birgisdóttir sem áfram er með skráðan gildan samning við félagið.

Tveir leikmenn félagsins voru á láni í Bestu deildinni á liðnu tímabili. Það voru þær Sæunn Björnsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir. Þær voru samningsbundnar út næsta tímabil en þeir samningar eru nú úr gildi og þeim frjálst að leita annað.

Mikaela er U19 landsliðskona sem var á láni hjá Val í sumar og Sæunn lék alla leikina með Þrótti.

Sara Montoro sem skoraði fimm mörk með Fjölni á liðinni leiktíð var með ákvæði í sínum samningi og samdi hún við FH á dögunum.

Hlín Heiðarsdóttir er eini leikmaður Fjölnis sem var með samning út næsta tímabil sem er nú samningslaus.
Athugasemdir
banner
banner
banner