þri 29. nóvember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar haldin í Hollandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur staðfest að úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á næsta ári verði haldin í Hollandi. Fjögur lið keppa um Þjóðadeildartitilinn og verða undanúrslitaleikirnir 14. og 15. júní 2023.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fara fram þann 18. júní.

Holland, Króatía, Ítalía og Spánn keppa um bikarinn og fara leikirnir fram í Rotterdam og Enschede. Í janúar verður dregið um það hvaða lið mætast í undanúrslitum.

Frakkland er ríkjandi Þjóðadeildarmeistari en liðið vann úrslitaleikinn 2021. Liðið lenti hinsvegar í þriðja sæti riðils síns núna og komst ekki í úrslitakeppnina.

Portúgal vann fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner