PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mið 29. nóvember 2023 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar að kalla Santos til baka frá Forest
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlar að kalla Andrey Santos úr láni frá Nottingham Forest í janúar. Þetta kemur fram í Athletic.

Brasilíumaðurinn var keyptur til Chelsea í janúar á þessu ári frá Vasco da Gama, en lánaður fram að sumri.

Hann spilaði með enska liðinu á undirbúningstímabilinu áður en hann var lánaður til Nottingham Forest.

Þar hefur hann fengið fá tækifæri. Santos hefur aðeins spilað tvo leiki, þar af einn leik í deildabikarnum og sjö mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

Santos hefur oft verið skilinn eftir utan hóps og verður hann því kallaður aftur til Chelsea í janúar.

Brasilíumaðurinn er einn efnilegasti miðjumaður Brasilíu og vann meðal annars Suður-Ameríku keppnina með U20 ára landsliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner