Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 09:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd vill styrkja fjórar stöður - Ramsdale má fara
Powerade
Verður Varane seldur í janúar?
Verður Varane seldur í janúar?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gerir Ramsdale?
Hvað gerir Ramsdale?
Mynd: EPA
Werner áfram hjá Leipzig?
Werner áfram hjá Leipzig?
Mynd: EPA
Malen til Liverpool?
Malen til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er nokkuð þéttur. Pakkinn er tekinn saman af BBC og er hann í boði Powerade.Chelsea er tilbúið að hafna mögulegu tilboði Fulham í albanska framherjanum Armando Broja (22) í janúar. Fulham hefur áhuga á leikmanninum. (Evening Standard)

Arsenal er tilbúið að láta Aaron Ramsdale (25) fara í lok tímabils en félagið er ekki tilbúið að missa hann í janúar. (90min)

Donny van de Beek (26) miðjumaður Man Utd segir að ef hann spilar ekki meira þá muni hann fara frá félaginu í janúar. Í sumar féllu skipti til Real Sociedad upp fyrir sig. (Diario AS)

Man Utd vonast til að styrkja fjórar stöður í janúar, þar á meðal stöðu djúps miðjumanns þar sem menn hafa áhyggjur af frammistöðu Sofyan Amrabat (27) til þessa. (Guardian)

Tottenham er tilbúið að berjast við Man Utd og Liverpool um Jean-Clair Todibo (23) varnarmann Nice. (Evening Standard)

Everton hefur frestað viðræðum við stjórann Sean Dyche eftir að tíu stig voru dregin af félaginu. (Mail)

Tottenham vill fá vængmanninn Jota (24) á láni frá Al-Ittihad í janúar. (Times)

PSG er tilbúið að selja framherjann Hugo Ekitike (21) í janúar. Newcastle, West Ham og Crystal Palace hafa áður sýnt honum áhuga. (Sun)

Raphael Varane (30) og Mason Mount (24) eru á meðal þeirra sem gætu misst sæti sitt í hópnum hjá United. (Guardian)

Bayern Munchen hefur rætt um möguleikann á því að fá Varane frá United en telur ekki raunhæft að fá hann. (Sky Germany)

Tottenham hefur áhuga á Adam Wharton (19) miðjumanni Blackburn (90min)

Mykhailo Mudryk (22) vill að Chelsea kaupi sinn fyrrum liðsfélaga í Shakhtar Donetsk. Gerogiy Sudakov (21) og Mudryk voru mjög öflugt tvíeyki áður en Chelsea keypti Mudryk í janúar. Þeir spila einnig saman í úkraínska landsliðinu. (Gazzetta dello Sport)

Mason Cotcher (17) framherji enska U17 landsliðsins hefur æft með Arsenal eftir að hafa yfirgefið Sunderland. Arsenal og Rangers berjast um undirskrift Cotcher. (Telegraph)

Man Utd hefur áhuga á Ivan Provedel (29) markverði Lazio. Provedel er sagður kosta 30 milljónir punda. (Il Messaggero)

Timo Werner (27) er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu hjá RB Leipzig í stað þess að fara á láni til Man Utd í janúar. (Metro)

Chelsea hefur ekki náð samkomulagi um kaup á Gabriel Moscardo (18) miðjumanni Corinthians og skipti eru ekki yfirvofandi. (Fabrizio Romano)

PSG og nokkur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Moscardo en Cortinhians vill fá 26 milljónir punda. (ESPN)

Donyell Malen (24) vængmaður Dortmund er skotmark Liverpool. Jugen Klopp er sagður mikill aðdáandi. (Bild)

Arsenal íhugar að reyna við Benjamin Sesko (20) framherja RB Leipzig í janúar. (Football Transfers)

Real Betis hefur ekki gefist upp á því að halda argentínska miðjumanninum Guido Rodriguez (29) sem er undir smásjá Man Utd og Barcelona. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner