Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Arsenal skoraði sex og flaug inn í 16-liða úrslitin - FCK náði í stig gegn Bayern
Arsenal slátraði Lens
Arsenal slátraði Lens
Mynd: EPA
Gabriel Jesus og Bukayo Saka voru frábærir
Gabriel Jesus og Bukayo Saka voru frábærir
Mynd: EPA
Jude Bellingham skoraði og lagði upp
Jude Bellingham skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Arsenal er örugglega komið inn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa slátrað Lens, 6-0, á Emirates-leikvanginum í kvöld. PSV fylgir Arsenal í 16-liða úrslitin.

Arsenal var í banastuði gegn Lens og byrjaði fjörið strax á 13. mínútu er Kai Havertz skoraði annan leikinn í röð. Takehiro Tomiyasu átti fyrirgjöfina sem Gabriel Jesus skallaði fyrir Havertz sem skoraði af öryggi.

Jesus gerði annað markið eftir frábæran undirbúning Bukayo Saka og aðeins tveimur mínútum síðar var það Saka sjálfur sem skoraði. Gabriel Martinelli átti skot sem Bryce Samba tókst ekki að halda og hirti Saka því frákastið og skoraði.

Heimamenn voru langt í frá hættir. Á 27. mínútu gerði Martinelli fjórða marki. Sendingar Tomiyasu voru enn og aftur að valda usla, en hann kom boltanum á Martinelli sem fór illa með Frankowski í vörninni áður en hann setti boltann í netið.

Facundo Medina var nálægt því að minnka muninn á 40. mínútu er hann skaut af 25 metra færi en boltinn í stöng. Martin Ödegaard refsaði fimm mínútum síðar með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Tomiyasu. Stórkostleg frammistaða í alla staði hjá Arsenal.

Arsenal bætti við einu í viðbót. Fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma er leikmaður Lens handlék boltann innan teigs. Jorginho skoraði úr vítinu og rak síðasta naglann í kistu Lens.

Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit og búið að vinna riðilinn, en liðið tekur PSV með sér. PSV er í öðru sæti með 8 stig, þremur meira en Lens, en Lens getur ekki endað fyrir ofan PSV vegna innanbyrðisviðureigna.

Í A-riðli gerðu Bayern München og FCK óvænt markalaust jafntefli í Þýskalandi.

Bæði lið fengu færi til að skora. Roony Bardghji átti fínustu tilraun á 27. mínútu áður en Kamil Grabara varði hinum megin frá Thomas Müller.

Undir lok síðari hálfleiks var dæmd vítaspyrna er Peter Ankersen var talinn handleika boltann. Eftir betri skoðun í VAR ákvað vallardómari að draga ákvörðun sína til baka, leikmönnum Bayern ekki til mikillar hamingju.

Markalaust jafntefli niðurstaðan. FCK fer upp i annað sætið með 5 stig. Það var því ljóst að United þarf að vinna Bayern í lokaumferðinni og treysta á að FCK og Galatasaray geri jafntefli.

Í C-riðl vann Real Madrid 4-2 sigur á Napoli. Jude Bellingham skoraði og lagði upp fyrir Madrídinga sem voru þegar komnir áfram. Madrídingar eru í efsta sætinu með 15 stig en Napoli í öðru með 7 stig. Braga, sem gerði 1-1 jafntefli við Union Berlín í kvöld, á enn möguleika að komast áfram, en þá þarf liðið að vinna Napoli í lokaumferðinni.

Það var allt klappað og klárt í D-riðlinum. Inter og Real Sociedad komust áfram í síðustu umferð.

Benfica og Inter gerðu 3-3 jafntefli í kvöld þar sem Joao Mario skoraði þrennu fyrir portúgalska liðið. Sociedad og Salzburg gerðu markalaust jafntefli.

A-riðill:

Bayern 0 - 0 FC Kobenhavn

B-riðill:

Arsenal 6 - 0 Lens
1-0 Kai Havertz ('13 )
2-0 Gabriel Jesus ('21 )
3-0 Bukayo Saka ('23 )
4-0 Gabriel Martinelli ('27 )
5-0 Martin Odegaard ('45 )
6-0 Jorginho ('86 , víti)

C-riðill:

Real Madrid 4 - 2 Napoli
0-1 Giovanni Simeone ('9 )
1-1 Rodrygo ('11 )
2-1 Jude Bellingham ('22 )
2-2 Andre Zambo Anguissa ('47 )
3-2 Nicolas Paz Martinez ('84 )
4-2 Joselu ('90 )

Braga 1 - 1 Union Berlin
0-1 Robin Gosens ('42 )
1-1 Alvaro Djalo ('51 )
Rautt spjald: Sikou Niakate, Braga ('31)

D-riðill:

Benfica 3 - 3 Inter
1-0 Joao Mario ('5 )
2-0 Joao Mario ('13 )
3-0 Joao Mario ('34 )
3-1 Marko Arnautovic ('51 )
3-2 Davide Frattesi ('58 )
3-3 Alexis Sanchez ('72 , víti)
Rautt spjald: Antonio Silva, Benfica ('86)

Real Sociedad 0 - 0 Salzburg
Athugasemdir
banner
banner
banner