Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Ramos jafnaði met Carlos og Pique
Mynd: EPA
Sergio Ramos, varnarmaður Sevilla á Spáni, er nú markahæsti varnarmaður Meistaradeildar Evrópu ásamt því Gerard Pique og Roberto Carlos.

Ramos skoraði fyrra mark Sevilla í annars svekkjandi 3-2 tapi gegn PSV Eindhoven í kvöld.

Þetta var 16. Meistaradeildarmark hans á ferlinum en það gerði hann með skoti eftir aukaspyrnu Ivan Rakitic.

Ramos, Pique og Roberto Carlos eru nú allir með sextán mörk í Meistaradeildinni.

Pique og Carlos eru auðvitað hættir í fótbolta en Ramos á enn möguleika á að eigna sér metið.

Hann getur gert það í lokaumferðinni gegn Lens, en Sevilla á því miður engan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit í ljósi þess að Arsenal er að vinna Lens, 5-0. Arsenal og PSV munu því fara áfram í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner