Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. janúar 2023 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen mistókst að stela Felipe undan Forest
Mynd: EPA

Brasilíski miðvörðurinn Felipe er að öllum líkindum á leið til Nottingham Forest í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Viðræður eru í gangi á milli Forest og Atletico Madrid og ætti að ljúka innan skamms.


Felipe er 33 ára reynslubolti sem verður 34 ára í maí og hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Atletico Madrid. Þar áður var Felipe hjá Porto og Corinthians, en hann á aðeins tvo landsleiki að baki fyrir Brasilíu.

Forest hefur verið að reyna að krækja í Felipe í nokkrar vikur en Bayer Leverkusen reyndi að stela honum í dag - án árangurs. Leverkuen

Felipe rennur út á samningi næsta sumar og er Atletico reiðubúið að hleypa honum burt ef félaginu tekst að landa miðverði til að fylla í skarðið. Caglar Söyüncü gengur í raðir Atletico þegar samningur hans við Leicester rennur út næsta sumar. Atletico er í viðræðum við Leicester um kaupverð til að fá hann fyrr.

Forest er því að krækja í Felipe og Jonjo Shelvey frá Newcastle en óvissa ríkir varðandi möguleg félagsskipti Keylor Navas frá PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner