Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Færast nær kaupum á Newcastle
Mike Ashley gæti verið að selja Newcastle.
Mike Ashley gæti verið að selja Newcastle.
Mynd: Getty Images
Daily Telegraph greinir frá því í dag að fjárfestingahópur frá Sádi-Arabíu sé að færast nær þvi að kaupa Newcastle af Mike Ashley.

Ashley hefur verið eigandi Newcastle síðan árið 2007 en stuðningsmenn félagsins hafa oft verið óánægðir með hann.

Fjárfestingahópur frá Sádi-Arabíu er nálægt því að að kaupa 80% hlut í félaginu að sögn Telegraph.

Amanda Staveley, fjárfestir, ætlar að kaupa 10% en hún hefur lengi haft áhuga á að kaupa hlut í Newcastle. Þá ætla Reuben bræður að kaupa 10%.

Yasir Al-Rumayyan frá Sádi-Arabíu verður formaður Newcastle ef kaupin ganga í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner