mán 30. mars 2020 12:11
Elvar Geir Magnússon
Messi segir að leikmenn Barcelona hafi samþykkt yfir 70% launaskerðingu
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi tilkynnti það í morgun að leikmannahópur Barcelona hefði gert samkomulag við félagið um launaskerðingu á meðan kórónaveirufaraldurinn stendur yfir.

Börsungar taka á sig yfir 70% launalækkun og er þetta meðal annars gert svo að annað starfsfólk félagsins, sem eru á mun lægri launum, þurfi ekki að taka á sig launaskerðingu.

Messi segir á Instagram að leikmenn séu alltaf tilbúnir að leggja félaginu lið og skaut á fjölmiðla sem hafa haldið öðru fram.

„Við höfum alltaf verið tilbúnir að taka á okkur launalækkanir því við skiljum fullkomlega stöðuna sem er í gangi," segir Messi.

Aðeins Ítalía er með fleiri dauðsföll en Spánn vegna kórónaveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner