Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
UEFA fundar með aðildarlöndum sínum á miðvikudag
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ætlar að fara yfir málin með aðildarsamböndum sínum á miðvikudag.

Boðaður hefur verið videofundur á miðvikudag.

Þar verður meðal annars rætt um mögulega hugmyndir um hvernig klára eigi yfirstandandi tímabil. Flestar fótboltadeildir Evrópu liggja niðri vegna kórónaveirufaraldursins.

UEFA hefur verið með starfshóp sem mun skila niðurstöðum með hugmyndum sínum um hvernig best sé að klára tímabilið.

Þá verður rætt um komandi landsleiki og Meistaradeildina og Evrópudeildina. Einnig verður rætt um viðbrögð við samningamálum og félagaskiptaglugganum.


Athugasemdir
banner
banner