Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 30. mars 2023 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Guðni Már að stíga sín fyrstu skref með Norrby
Mynd: Aðsend

Guðni Már Ómarsson, fæddur 2004, er að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Norrby í Svíþjóð en hann var uppalinn hjá Leikni R til tíu ára aldurs, þegar hann flutti til Svíþjóðar. Þjálfarateymi Norrby er afar hrifið af Guðna sem hefur verið viðloðandi aðalliðið að undanförnu og var verðlaunaður með nýjum samningi.


Guðni var í röðum Bergdalen í Svíþjóð áður en hann gekk til liðs við Norrby fyrir þremur árum síðan, þá aðeins á 16. aldursári. Hann gerði á dögunum samning við Norrby sem gildir út sumarið 2024 og verður áhugavert að sjá hversu mikið hann fær að spreyta sig á komandi misserum.

Norrby var í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð en féll naumlega niður og leikur því í C-deildinni í sumar.

„Hann er góður sóknarlega þegar hann tekur menn á og er með góðan vinstri fót. Það er alltaf gaman þegar ungir leikmenn koma upp í aðalliðið gegnum unglingastarfið," segir Lasse Nilsson, yfirmaður íþróttamála hjá Norrby.

„Hann þarf aðallega að vinna í líkamsstandinu sínu fyrir komandi tímabil. Það er mikil vinna framundan þar."

Guðni er kantmaður og segir hann að markmið sitt sé að fá eins mikinn spiltíma og mögulegt með aðalliði Norrby. Hann er spenntur fyrir að leggja sitt af mörkum til að hjálpa félaginu aftur upp í B-deildina.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Við erum með gott lið og mikið af ungum leikmönnum sem vilja sanna sig. Þetta er frábær leikmannahópur og við erum allir spenntir fyrir framhaldinu," sagði Guðni meðal annars við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner