Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 30. mars 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Wolfsburg fær PSG í heimsókn
Kvenaboltinn
Mynd: EPA

Átta liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna lýkur í kvöld með tveimur leikjum.


Arsenal og Barcelona eru komin í pottinn fyrir undanúrslitin eftir sigra í gær en íslendingalið Bayern Munchen sat eftir með sárt ennið eftir tap gegn Arsenal.

Íslendingalið Wolfsburg mætir PSG á heimavelli í kvöld en Wolfsburg vann fyrri leikinn í Frakklandi 1-0. Sveindís Jane Jónsdóttir lék 10 mínútur í þeim leik.

Chelsea og Lyon mætast á Stamford Bridge í síðari leik kvöldsins en Chelsea vann fyrri leikinn 1-0.

Leikir dagsins

16:45 Wolfsburg - PSG W
19:00 Chelsea W - Lyon


Athugasemdir
banner
banner
banner