Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. maí 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Håland skoraði níu mörk í einum leik á HM U20
Mynd: Getty Images
Erling Braut Håland fór á kostum og skoraði hvorki meira né minna en níu mörk þegar norska U20 landsliðið valtaði yfir Hondúras 12-0 á HM U20 ára í Póllandi í dag.

Faðir Håland er enginn annar en Alf-Inge Håland sem lék meðal annars með Leeds og Manchester City á ferlinum og er líklega þekktastur fyrir að hafa eldað grátt silfur með Roy Keane á meðan hann lék á Englandi.

Leikur sem hann mun væntanlega aldrei gleyma. Hann skoraði fernu í fyrri hálfleiknum og bætti við fimm mörkum í seinni hálfleiknum. Enginn hefur skorað fleiri mörk í einum leik á HM U20 en hann.

Erling er 18 ára gamall og gekk nýlega í raðir Red Bull Salzburg í Austurríki frá norska félaginu Molde. Hann er mjög efnilegur sóknarmaður.

Sigurs Noregs í dag þýðir það að liðið á möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit sem eitt af þeim liðum með bestan árangur í þriðja sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner