Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Hvað get ég sagt um Mario?
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Brescia og mögulega ítalska landsliðið.

Balotelli gekk í raðir Brescia í fyrra eftir að hafa verið iðinn við markaskorun með Nice og Marseille í frönsku deildinni.

Hann fann ekki taktinn í ítalska boltanum og var fljótur að missa haus. Hann hefur aðeins mætt á nokkrar æfingar hjá Brescia eftir Covid-19 faraldurinn og er vafalítið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu hefur miklar mætur á Balotelli og kemur honum vanalega til varnar. Það gerði hann ekki í þetta skiptið og virðist vera búinn að gefast upp á þessum fyrrum lærlingi sínum hjá Inter.

„Hvað get ég sagt um Mario? Ég vona bara að hann mæti á æfingar," sagði Mancini við Rai Sport og var spurður út í liðsfélaga Balotelli hjá Brescia, miðjumanninn efnilega Sandro Tonali sem er eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu.

„Það væri afar mikilvægt fyrir hann að ganga til liðs við félag sem spilar í Evrópukeppni, það myndi bæta hann mikið sem leikmann. Tonali getur spilað sem varnartengiliður eða á miðsvæðinu og er ótrúlega hæfileikaríkur.

„Fyrir utan magnaða sendingagetu þá er hann sókndjarfur, með góðan skotfót og getur skorað mörk. Hann er góður í öllu."

Athugasemdir
banner
banner
banner